HLJÓÐ

HLJÓÐBLÖNDUN OG STÝRINGAR

Exton hefur í boði ýmsar útfærslur þegar kemur að hljóðstýring og er þar valin besta lausn fyrir viðskiptavininn hverju sinni.

Okkar helstu samstarfsaðilar í hljóðblöndunarborðum eru Allen & Heath og Midas Consoles. Mikill fjöldi þekkir til A&H Wizard og ZED línu en stafrænu borðin í QU, GLD og iLive línum hafa unnið sér ríkan sess á síðustu árum. Midas Pro-línu hljóðblöndunarborð eru í sölum Hörpu og Borgarleikhúsi.

QSC býður mjög öfluga línu af DSP einingum sem Exton hefur notað í mörgum verkefnum ásamt línu af litlum hljóðblöndurum.

HLJÓÐKERFI

Exton hefur þjónustað leikhús og önnur viðburðarhús um árabil. Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Harpan og Hof eru á meðal þeirra sem skarta hljóð- og ljósabúnaði frá okkur. Exton hefur einnig komið að hönnun og uppsetningu tæknilausna í fundarrýmum fjölmargra fyrirtækja og stofnana.

Okkar helstu samstarfsaðilar í hátalaralausnum eru Meyer Sound Laboratories, QSC AUDIO, RCF, og NEXO. Valið hverju sinni fer eftir eðli verkefnisins og þörfum viðskiptavinarins.

KAPLAR, TENGI OG AUKAHLUTIR

Exton býður upp á hágæða tengi frá Neutrik og Whirlwind og kapla frá bæði Belden og VDC.VDC framleiðir kapla úr hágæða súrefnisfríum kopar í margskonar útfærslum.

Neutrik er leiðandi framleiðandi í allskonar tengjum og tengibúnaði fyrir hljóð, ljós, mynd og samskiptatækni.

SAMSTARFSAÐILAR Í HLJÓÐI