Kynningarherbergi Exton.
Við í Exton erum búnir að setja upp kynningarherbergi þar sem við getum sýnt áhugasömum ýmsar útfærslur og uppsetningar á búnaði frá okkur.
Við höfum útbúið rými sem sýnir best ýmsa möguleika þegar kemur að ráðstefnum, árshátíðum, fyrirlestrum og hreinlega hverju sem er.
Ef þú hefur áhuga á að koma að skoða hjá okkur og forvitnast um búnaðinn er um að gera að senda póst á leiga@exton.is og þá mun verkefnastjóri finna hentugan tíma til þess að taka á móti þér og sýna rýmið.
Ekki láta þetta framhjá þér fara.