LAUSNIR

RÁÐGJÖF OG HÖNNUN

Exton býður upp á allan búnað sem þarf í fundarherbergi, verslanir og veitingastaði, tónlistar- og viðburðarhús af öllum stærðum og gerðum. Hvort sem er einfaldar eða stærri lausnir.

Hjá Exton fæst mikið úrval mynd-, hljóð og ljósabúnaðar en einnig samskiptalausnir og margt fleira.

VIÐBURÐAHÚS

Starfsfólk Exton býr að mikilli þekkingu og reynslu þegar kemur að vali og uppsetningu á hljóðkerfum, ljósum, myndbúnaði og allskyns sviðsbúnaði fyrir viðburðahús, stór sem smá.

Exton hefur ítrekað verið valið sem samstarfsaðili við val og uppsetningu á búnaði í viðburðarhúsum.

LJÓSVAKAMIÐLAR

Sjónvarps og útvarpsstöðvar ganga fyrir tækni. Exton hefur í mörg ár verið samstarfsaðili flestra útvarps og sjónvarpsstöðva landsins og útvegað þeim mikið að ýmiss konar tæknibúnaði.

VERKEFNI OG UPPSETNING

Í gegn um tíðina hefur Exton tekið þátt í uppsetningu mikils fjölda viðburðahúsa, verslana og ýmiskonar kerfa á Íslandi og víðar. Fjölþætt reynsla og þekking spilar lykilhlutverk og við erum alltaf að bæta við.