LJÓSVAKAMIÐLAR

MYNDAVÉLAR OG LINSUR

Exton selur og þjónustar Grass Valley myndavélar og Fujinon linsur fyrir sjónvarpsupptökur og hefur útvegað stóran hluta af þeim búnaði sem notaður er við HD upptökur sjónvarpsstöðvanna.

Grass Valley er leiðandi framleiðandi í búnaði fyrir sjónvarpsútsendingar og státa þeir af því að framleiða allt frá myndavélum og að útsendingarþjónum. Fujinon er annar af tveimur stærstu framleiðendum af linsum fyrir sjónvarpstökuvélar. JVC framleiðir stóra línu af myndavélum fyrir sjónvarpsstarfsemi ásamt því að vera með sterka línu af skjám

ÚTSENDING OG MYNDSTJÓRN

Af þeim þeim 15 sjónvarpsstöðvum sem eru í útsendingu á Íslandi í dag eru 13 keyrðar í loftið á búnaði frá Exton. Exton tók þátt í innleiðingu kerfa og samþættingu þeirra við dagskrárkerfi og önnur kerfi stöðvanna. Grass Valley K2 Summit og iTX útsendingarþjónar ásamt Grass Valley myndblöndurum hafa leitt þróun á sínu sviði um heim allan.  Elemental er eitt af nýrri vörumerkjum Exton en þeir framleiða mjög öfluga Encoder-a fyrir sjónvarpsmerki.

FYLGIHLUTIR OG HLJÓÐ

Sjónvarps og útvarpsstöðvar ganga fyrir tækni. Exton hefur í mörg ár verið samstarfsaðili flestra útvarps og sjónvarpsstöðva landsins og útvegað þeim mikið að ýmiss konar tæknibúnaði.

Exton er umboðsaðli fyrir tugi framleiðanda, t.d. Sachtler þrífætur, LAWO hljóðblandara og DPA hljóðnema. Allur þessi búnaður er margreyndur á Íslandi og fyrsta val margra tæknimanna