LJÓSABORÐ OG STÝRINGAR
Exton býður ljósaborð og ljósastýringar frá Electronic Theatre Control, MA Lighting, Lightpower, Highlite og Electron.
Ljósaborð frá ETC og MA Lighting eru í Hofi, Hörpu, Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi sem og fjölda annarra leikhúsa.
HREYFILJÓS OG KASTARAR
Hreyfiljós og ljóskastarar eru í boði frá ETC, Selecon, De Sisti, Highlite, Electron og fleirum.
ETC býður upp á ljóskastara með LED tækni og hefðbundnum halogen perum. Source Four kastaralínan og Revolution hreyfiljós eru hvað þekktust á okkar markaði.
ETC á einnig einkaleyfi á litablöndun með 7 litadíóðum, sem þykir gefa einhverja raunverulegustu og björtustu litablöndun sem völ er á. Selador og ColorSource línur innihalda úrval LED ljósa í hæsta gæðaflokki. Frá Highlite og Electron eru ýmsar gerðir LED ljósa í boði, auk PAR kastara. DMX magnarar frá MA Lighting sjá svo um stýrimerkið.
HAFÐU SAMBAND EÐA KÍKTU VIÐ
Hafa samband
S: 575 4600
exton@exton.is
Opið virka daga frá 9:00 - 17:00
Fagleg ráðgjöf
Sérfræðingar Exton búa yfir einstakri reynslu í hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna. Hvort sem verkefnið er lítið fundarherbergi eða heilt tónlistarhús - það borgar sig að fara rétt að.
Rétti búnaðurinn
Saga Exton nær allt aftur til 1993 og á þeim tíma höfum við lært að þekkja hvaða búnaður virkar og endist best. Komdu til okkar í Vesturvör 30c og fáðu upplýsingar hjá fagmönnum.
Allar græjur
Fyrir stór og smá tilefni, viðburði, veislur, tónleika og ráðstefnur. Tækjaleiga Exton er sú reyndasta á landinu og úrval tækja er hvergi betra. Hljóðkerfi, ljós, myndbúnaður og svið - við eigum allt.