LJÓS

LJÓSABORÐ OG STÝRINGAR

Exton býður ljósaborð og ljósastýringar frá Electronic Theatre Control, MA Lighting, Lightpower, Highlite og Electron.

Ljósaborð frá ETC og MA Lighting eru í Hofi, Hörpu, Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi sem og fjölda annarra leikhúsa.

HREYFILJÓS OG KASTARAR

Hreyfiljós og ljóskastarar eru í boði frá ETC, Selecon, De Sisti, Highlite, Electron og fleirum.

ETC bíður upp á ljóskastara með LED tækni og hefðbundnum halogen perum. Source Four kastaralínan og Revolution hreyfiljós eru hvað þekktust á okkar markaði.

PERUR, TENGI OG AUKAHLUTIR

Exton er í samstarfi við öfluga byrgja sem sjá okkur fyrir perum, tengjum og öðrum varningi sem þarf til að halda lýsingu bjartri og góðri. Helstu perur eru að jafnaði til á lager en með tíðum pöntunum er sjaldnast löng bið eftir sérpöntuðum perum. Rosco sér okkur fyrir litafilterum og sérhæfðri málningu og efnum til að fullkomna lýsinguna.

ETC á einkaleyfi á litablöndun með 7 litadíóðum, sem þykir gefa einhverja raunverulegustu og björtustu litablöndun sem völ er á. Selador og ColorSource línur innihalda úrval LED ljósa í hæsta gæðaflokki. Frá Highlite og Electron eru ýmsar gerðir LED ljósa í boði, auk PAR kastara. DMX magnarar frá MA Lighting sjá svo um stýrimerkið.

SAMSTARFAÐILAR Í LJÓSABÚNAÐI