Fjölbreyttir hoppukastalar til leigu hjá Exton

Hjá Exton eru til leigu Hoppukastalar í miklu úrvali og mörgum stærðum. Hoppukastalar frá okkur henta vel í barnaafmæli, grillpartý, garðpartý, útihátíðir og hátíðir.

Við bjóðum upp á útleigu með eða án uppsetningar. Við getum komið á staðinn og séð um alla uppsetningu á búnaði fyrir veisluna. Hjá Exton getur þú fengið allt fyrir veisluna, hoppukastala, veislutjöld, hljóðkerfi, ljósakerfi, confetti, borð, stóla, bekki og skrautmuni. Kynntu þér úrvalið hér á síðunni eða hafðu samband við okkur og saman getum við valið búnað fyrir veisluna þína sem gerir hana ógleymanlega.

Hoppukastalar í mörgum stærðum og gerðum

Hjá Exton er hægt að leigja hoppukastala í mörgum stærðum og gerðum. Við val á hoppukastala þarf að hafa í huga aldur og fjölda þeirra sem verða í veislunni. Fyrir stærri veislur getur hentað að vera með tvær stærðir, einn fyrir þá yngstu og annan fyrir þá sem eru eldri. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að velja hoppukastala sem hentar síminn hjá okkur er S: 575 4600 eða tjaldaleiga@exton.is ef þú vilt senda okkur tölvupóst.

Opið virka daga frá 9:00 – 17:00