SVIÐSVAGNAR

STAGE PARTNER SVIÐSVAGNAR

Stagepartner vagnarnir eru hagkvæmir þar sem koma þarf upp sviði á skömmum tíma. Vagnarnir eru í tveimur stærðum og henta í stór sem smá verkefni. Vagnarnir koma tilbúnir með sviðsgólfi og upphengibúnaði fyrir hljóð- og ljós. Þeir henta jafnt fyrir tónleika, fyrirtækjaviðburði, bæjarskemmtanir, sýningar og íþróttaviðburði. Vinnusparnaður er töluverður miðað við hefðbundin svið og eldri gerðir vagna.

Vagnana er hægt að fá hráa og uppsetta eða hlaðna hljóð- og ljósabúnaði sem hentar hvaða viðburði sem er. Búnað er hægt að flytja að hluta eða öllu leyti í vögnunum til að spara flutningskostnað.

FREE STAGE MEDIUM 8x6m

Minni vagninn er 48m2 undir þaki en sviðið er stækkanlegt með pöllum  og er frábært fyrir barnaskemmtanir, útifundir eða tónleikar..

Hljóð- og ljósabúnaði er komið fyrir í eðlilegri vinnuhæð og hann svo hífður upp með innbyggðum lyftubúnaði.

Medium sviðið okkar hentar í flest allt nema stærstu hátiðir og tónleika og hefur verið notað á  Halló Akureyri, Mærudögum, og Hátíð Hafsins.

FREE STAGE LARGE 10x8m

Stærri vagninn er 80m2 undir þaki og er sviðið stækkanlegt með pöllum.

Hljóð- og ljósabúnaði er komið fyrir í eðlilegri vinnuhæð og hann svo hífður upp með innbyggðum lyftubúnaði.

Large sviðið okkar hentar vel fyrir stærri tónlistarhátiðir og uppákomur og hefur verið notað á Bestu Útihátiðin, Latarbæjarhlaupinu, 17. Júni skemmtanir á Arnarhóli og Tónleikum Rásar 2 á Menningarnótt.

SEE LITE RISASVIÐ

Þetta er stóra sviðið sem við getum aðlagað að hvaða viðburði sem er. Risasviðið hentar þegar umgjörð skal vera eins og best er á kosið. Tónlistahátíðir og stórtónleikar hefur meðal annars verið notað á Secret Solstice sem aðalsvið, Fiskideginum Mikla, Afmæli Hafnarfjarðarbæjar.