Stærsta þorrablót landsins, Kópavogsblótið fór fram síðustu helgi í Kórnum og þar sá Exton um öll tæknimál. Ljós, hljóð og mynd. Notaðir voru 200 fjarstýrðir borðlampar sem gáfu þessu risastóra borðhaldi einstaklega flotta stemningu.

Sama kvöld fór fram þorrablót Stjörnunnar í Garðabæ sem Exton sá einnig um og helgina þar á undan vorum við með þorrablót KR og Keflavíkur. Framundan eru enn fleiri Þorrablót og önnur verkefni víðsvegar sem við erum gríðarlega spennt fyrir!