[av_revolutionslider id=’2′]

Tjaldaleiga

Tjaldaleiga Exton býður upp á veislutjöld, partýtjöld og sölutjöld til leigu. Hvort sem veislan eða viðburðurinn er stór eða smár þá er Exton með lausnir fyrir þig. Þú getur leigt tjöldin með eða án uppsetningar og samantektar. Með stærri tjöld mælum við eindregið með því að nýta þá þjónustu því uppsetning á stærri tjöldum getur verið erfið og mannfrek. Þú getur einbeitt þér að undirbúa aðra þætti veislunnar.

Exton býður einnig borð, stóla og skrautmuni ásamt hljóðkerfum inní tjöldin. Gott hljóðkerfi gerir stemminguna ennþá magnaðari og eftirminnilegri. Við eigum líka ljós og reykvélar fyrir þá sem vilja ná upp góðri hljómleika eða dansstemmingu.

Ef þú vilt taka partýiið alla leið og fá Confetti sprengjur þá eigum við þær líka.