UM OKKUR
EXTON
Exton er þekkingarfyrirtæki. Mikilvægasta söluvara okkar er þekking starfsfólks hvort sem er á búnaðinum sem við vinnum með eða þörfum viðskiptavina okkar. Flest starfsfólk hefur áralanga reynslu úr leikhúsum, viðburðum, tónleikum eða sjónvarpi.
Starfsfólkið kemur úr ýmsum áttum og er með ýmiss konar menntun. Hjá fyrirtækinu starfar fólk með viðskipta og verkefnastjórnarmenntun, verkfræðingar, rafvirkjar, rafeindavirkjar og fólk með menntun frá skólum tengdum viðburðariðnaðnum.
Starfsemin er byggð upp í kringum tvö tekjusvið. Annars vegar útleigu á búnaði (með eða án mannskaps) og svo lausnasvið en undir það fellur öll sala á búnaði sama hvort henni fylgir hönnun og uppsetning eða ekki.
Exton er með starfstöðvar í Kópavogi og á Akureyri og þjónustum við alla landshluta.
Tækjaleigan starfar á íslenskum markaði en þjónar einnig íslenskum hljómveitum á ferðalögum erlendis og íslenskum fyrirtækjum sem t.d. taka þátt í vörusýningum erlendis. Lausnasvið starfar þar sem verkefnin eru hverju sinni.
Kennitala Exton er 470499-2069 og vsk.nr. er 65513
STARFSFÓLK

Rikharð Sigurðsson
Rikharð er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Exton.

Sigurjón Sigurðsson
Sigurjón ber ábyrgð á sölumálum og er einn af eigendum Exton ásamt því að vera stjórnarformaður fyrirtækisins.

Ingólfur Magnússon
Ingólfur hefur starfað við tónlist og tæknimál alla tíð og hefur leitt tækjaleiguna frá 2007.

Vilhjálmur Hjálmarsson
Vilhjálmur hefur undanfarna tvo áratugi sérhæft sig í tæknilegri ráðgjöf og þjónustu á vörum fyrir hljóð- og myndvinnslu og ljósvakamiðla frá Avid og Newtek og fleirum.

Hafþór Ólafsson
Hafþór er starfsmaður lausnasviðs og er vörustjóri á flestum hljóðbúnaði sem Exton flytur inn ásamt því að sinna almennri söluráðgjöf.

Guðjón Sveinsson
Guðjón er hljóðvistarráðgjafi og tæknimaður á lausnasviði.

Þröstur Albertsson
Þröstur er hljóðtæknimaður á tækjaleigu og söluráðgjafi á lausnasviði.

Vignir Hreinsson
Vignir er lýsingaráðgjafi á lausnasviði og verkefnastjóri á tækjaleigu.

Björgvin Ingi Jónsson
Björgvin er rafeindavirki og tæknimaður á lausnasviði.

Börkur Guðmundsson
Börkur er tæknimaður og rafvirki á leigudeild.

Joao Duarte
João er fjölhæfur tæknimaður á tækjaleigu.

Róbert Högni Þorbjörnsson
Róbert Högni er hljóðtæknimaður á tækjaleigu.