VEISLUBÚNAÐUR

UPPBLÁSIN EÐALHÚSGÖGN

Uppblásnu eðalhúsgögnin frá BLOFIELD er það nýjasta sem við bjóðum í fjölbreyttri flóru búnaðar fyrir veislur, mannfagnaði og hverskonar uppákomur.

BLOFIELD hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frábæra hönnun og frumleika.

Einnig bjóðum við borð, stóla, bekki og önnur húsgögn fyrir öll tækifæri.

FELLISKÁLAR

Vetur, sumar, vor og haust.

Við seljum og leigjum út tré-felliskála með óendanlegum möguleikum fyrir ýmiskonar markaði, bæjarhátíðir, vörukynningar o. fl. Færanlegir hvert sem er og auðveldir í uppsetningu. tekur stuttan tíma að reisa. Ljós, ofnar og rafmagnstenglar fylgja húsunum.

Skálarnir eru í tveimur stærðum 2m x 3m og 2m x 4m.

TJÖLD

Exton býður tjöld í ýmsum stærðum sem henta í allt frá garðpartýum til útihátíða. Mótahald, bæjarhátíðir, vörukynningar, fundir, markaðir, brúðkaup, afmæli og margt fleira. Að leigja tjald er skemmtileg lausn!