VIÐBURÐAHÚS

MYNDBÚNAÐUR

Mynd, myndgæði, myndskiptar og viðgeigandi tengibúnaður skiptir miklu máli við val á búnaði í viðburðarhúsum. Exton hefur verið valið til að leysa þessi mál í flestum stærri sölum landsins. Hvort sem er um að ræða hjá leikhúsum eða í ráðstefnusölum.

Exton býður myndvarpa frá Hitachi, Barco og JVC ásamt tengibúnaði frá Extron. Exton býður einnig upp á LED skjái í hvaða stærð og upplausn sem er þegar það á við. Með þessum búnaði er hægt að uppfylla þarfir kröfuhörðustu viðskiptavina okkar.

LJÓS OG STÝRINGAR

Vel þarf að vanda til vals á ljósabúnaði og stýringum fyrir hann. Exton er umboðsaðili fyrir nokkra af sterkustu framleiðendur á þessu sviði og tekur að sér stór og minni verkefni fyrir margskonar notkun á þessum búnaði.

Eitt aðalstarf okkar er samhæfing margra kerfa í eitt notendaviðmót (hljóð, mynd, ljós). Til þess notum við AMX, ETC eða MA stýringar. Með þessum búnaði má einfalda daglega notkun og gera vinnu markvissari.

HLJÓÐKERFI

Fátt skiptir meiru máli í hvers konar viðburðum heldur en gott hljóð. Það á við hvort sem er um ræðu eða tónleika. Vel heppnað hljóðkerfi heldur til dæmis athygli hlustandans lengur og betur. Exton hefur yfir 20 ára reynslu í vali og uppsetningu hljóðkerfa við hvers konar tækifæri.

Hljóðkerfi er ekki bara hátalarar og hljóðnemar. Exton býður upp á hönnun og val á heildarlausnum sem ná allt frá hljóðnema að hátalara og höfum við viðað að okkur mikilli reynslu hérlendis og erlendis í þessháttar verkefnum.